24.02.1936
Neðri deild: 7. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í C-deild Alþingistíðinda. (2320)

14. mál, samvinnufélög

*Flm. (Hannes Jónsson):

Ég vil benda á, að þótt hv. þm. A.-Húnv. telji nauðsyn á því að vísa málinu til n. til þess að athuga hin einstöku ákvæði, og sennilega þá líka til þess að athuga frekari breyt. á samvinnulögunum, þá kemur fram hjá honum einmitt ákveðin skoðun á aðalefni frv., — skoðun, sem ég geri ekki ráð fyrir, að breytist neitt, þótt málið verði athugað í nefnd, sem hann á ekki sæti í. Nei, einmitt það, að hann kemur fram með sína ákveðnu skoðun í þessu efni, sannar það, að málið liggur ljóst fyrir mönnum og að það þarf ekki að ganga til n. til þess að menn skapi sér skoðun um það, hvort eigi að samþ. þessar breyt. eða ekki.

Hv. þm. N.-Þ. benti á, að frv. hefði ekki fengið þá afgreiðslu í n., sem nauðsynleg sé til þess að hægt sé að taka málið hér til meðferðar. Hv. þm. ættu að athuga, hvernig ýms nál. eru úr garði gerð, sem nú er farið að flytja á þingi, hvernig n. skila málum frá sér. Oft og tíðum er það þannig, að nál. eru ekki heil lína, í mesta lagi tvær línur, og skýrt frá því, að meiri hl. eða n. sé sammála um að frv. nái fram að ganga, eða sé því andvíg og leggi til, að frv. verði fellt. Svona eru rökstudd þau álit, sem n. flytja hér á Alþingi. — Ég sé ekki ástæðu til þess að láta þetta mál fara til n. til þess að fá yfirlýsingu einhvers í n., sem er málinu andvígur, um það, að hann geti ekki fallizt á þessar breyt. á samvinnulögunum, sem í frv. standa, og muni því greiða atkv. á móti því. En ég vil minna á, út af orðum hv. þm. N.-Þ., að þetta frv. sé ekki flutt eftir tilmælum samvinnufélagsskaparins í landinu, að ég gat þess fyrst þegar ég flutti þetta mál hér á þingi, að það væri flutt eftir ósk manna úr kaupfélagi Reykjavíkur. Ég ætla, að jafnvel þótt það félag sé ekki í Sambandinu, þá sé fullkomin ástæða að taka til greina óskir þess um, slíkar breyt., og ekki sízt ef þeir menn eru sannfærðir um, að það, sem fram á er farið, sé stefna í rétta átt. Ég sé ekki annað en hv. þm. A.-Húnv. ætti líka að geta fallizt á þetta, þó að hann sé nú það staðari gagnvart ótakmarkaðri ábyrgð en ég, að hann vill nema það alveg úr lögum, að nokkurt félag hafi heimild til þess að hafa ótakmarkaða ábyrgð. Það finnst mér hastarlega að farið, ef á að neita mönnum um að koma á hjá sér ótakmarkaðri ábyrgð, því að það má segja, að utan samvinnufélagsskaparins bindist menn slíkum fjármálasamtökum, að í framkvæmdinni verður ábyrgðin alveg ótakmörkuð, þegar miðað er við fjárhagsafkomu þeirra manna, sem til slíkra fjármálasamtaka stofna. Ég vil því mælast til þess við hæstv. forseta, áður en að ég fer lengra út í að ræða um þetta, að þessari umr. verði haldið áfram.

Ég skal ekki standa á móti því, að málinu verði vísað til n., ef ég fæ að heyra frá þeirri n., sem hafði málið til meðferðar á síðasta þingi. hv. allshn., að hún muni skila málinu frá sér svo snemna, að það geti fengið afgreiðslu hér á þinginu. Það er ekki forsvaranlegt með mál eins og þetta, sem ekki er svo frekt á starfskrafta þingsins, að láta það liggja óafgr. í n. mánuð eftir mánuð og þing eftir þing. Þá er betra að ganga frá þessu máli dauðu og láta það ekki vera að flækjast fyrir til skammar fyrir þingið og leiðinda fyrir þá, sem vilja berjast fyrir því, að málið fái afgreiðslu.— Ég ætla svo ekki að fara frekar út í þetta fyrr en ég heyri, hvort hæstv. forseti sér sér ekki fært að halda áfram þessari umr. og vísa málinu til n. fyrir 3. umr. Ennfremur vil ég mælast til þess, að einhver úr hv. allshn. — og þá helzt form. hennar — vildi gefa yfirlýsingu um það, hverrar afgreiðslu málið mætti vænta hjá n., ef það færi þangað.