09.03.1936
Neðri deild: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í C-deild Alþingistíðinda. (2396)

44. mál, kosningar til Alþingis

*Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Við 1. umr. þessa máls gerði ég örstutta grein fyrir þessu máli. Allshn. hefir síðan fjallað um málið, og hún hefir orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða mikið um þetta mál. Það er ofur einfalt, aðeins leiðrétting til þess að tryggja það, að menn geti alltaf borið ágreiningsatriði út af kjörskrá undir dómstól. Virðist það vera eðlilegasta og réttasta leiðin, en á því voru nokkrir annmarkar áður, og þess vegna er þetta frv. fram komið.