29.02.1936
Neðri deild: 12. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í C-deild Alþingistíðinda. (2419)

47. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

*Flm. (Ólafur Thors):

Þetta frv. er gamall kunningi í þessari hv. d. Það er shlj. frv., sem við nokkrir sjálfstæðismenn fluttum á þingi í fyrra, en náði þá eigi lögfestingu. Við höfum talið rétt að bera það fram að nýju, m. a. vegna þess, að hagur sjávarútvegsins hefir ennþá farið versnandi, þannig að það ætti að mega gera sér vonir um, að einhverjir, sem í fyrra vildu ekki líta með nógu mikilli sanngirni á þetta mál, sjái sér nú fært að ganga lengra og ljá því fylgi sitt. Að öðru leyti liggur málið svo ljóst fyrir og er svo kunnugt hv. dm., að mér þykir óþarfi að fara að skýra það nánar. Ég vil aðeins geta þess, að ef þetta frv. verður að lögum, þá er það tilgangur flutningsmannanna, að útflutningsgjald, er nemi 3/4%, verði framvegis greitt af sjávarafurðum og renni í fiskveiðusjóð, en um það berum við fram sérstakt frv. á þskj. 59. Hugsunin er, að gamla útflutningsgjahlið, sem runnið hefir í ríkissjóð, falli niður með öllu, en upp verði tekið nýtt gjald, 3/4%, sem ekki falli til ríkissjóðs, heldur beint í fiskveiðasjóð, sem ætlaður er til þess að endurnýja fiskiflotann.

Vil ég svo leyfa mér að mælast til, að málinu verði vísað til hv. sjútvn. að lokinni þessari umr.