10.03.1936
Neðri deild: 20. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í C-deild Alþingistíðinda. (2521)

65. mál, byggingarsjóðir í sveitum

Flm. (Þorbergur Þorleifsson):

Herra forseti! Í grg. þeirri, sem fylgir þessu frv., er bent á það, að það sé yfirleitt almennt viðurkennt, að flestra hluta vegna sé æskilegt, að fólkið flytji ekki burt úr sveitunum meira en orðið er. En eitt af frumskilyrðum þess, að fólkið geti haldizt þar við, er, að byggingamál sveitanna komist í gott horf. Jafnframt er bent á, að óhjákvæmilegt sé að endurbyggja í tugatali á næstu árum bæina í flestum sveitum landsins. En hag bænda er þannig farið, að þeir geta ekki ráðizt í það nema að fá lán, og það meir, að segja hagkvæm lán. Nú eiga bændur að vísu aðgang að lánsstofnunum, sem sé Búnaðarbankanum og deildum hans, ræktunarsjóðnum og byggingar- og landnámssjóði. Þessar lánsstofnanir hafa mikla hjálp veitt síðan þær voru settar á stofn, en samt ekki fullnægjandi. Auk þess hefir nú með kreppulánasjóði verið gerð einskonar aðgerð á þessum lánsstofnunum, sem gerir þær ófrjóar nú eins og sakir standa um ófyrirsjáanlegan tíma.

Eftirspurn eftir lánum til bygginga bæjarhúsa og annara nauðsynlegra húsa í sveitum á sér lítil takmörk, og í Búnaðarbankanum liggja bunkar af lánbeiðnum frá bændum, sem enga úrlausn er hægt að veita, vegna þess að þær lindir eru þurrausnar, sem vætlað hafa út um sveitirnar og frjóvgað hafa lífið þar hvað þetta snertir. Þetta getur ekki gengið þannig lengi. Fyrr eða síðar verður Alþingi að skerast í leikinn og tryggja framtíð fólksins í sveitunum með því að gera því kleift að endurbyggja bæina.

Hagkvæm leið fyrir bændur og ódýr fyrir ríkissjóð verður að gefa sveitunum kost á að stofna byggingarsjóði með framlagi frá ríkissjóði og sveitunum sjálfum. Á þann hátt er hægt að leysa þetta mál, sem hefir verið mjög aðkallandi um mörg hundruð ár, með tiltölulega mjög litlu framlagi. Það mætti á 20–30 árum leysa þetta mikla vandamál, og þar sem það kostar ekki meira framlag af hálfu ríkisins en tiltekið er í frv., er það alveg óverjandi að láta það undir höfuð leggjast að hefjast handa um lausn þessa máls. Það kemur að því fljótlega, að það verður að gera það, ef sveitirnar eign ekki að fara í auðn. Það liggja ekki fyrir nákvæmar skýrslur um það, hvað margir íbúar eru í sveitunum, vegna þess að í þeim skýrslum, sem fyrir liggja, eru taldir með íbúar í þorpum, sem hafa 300 íbúa og ekki eru sérstök hreppsfélög. Það mun ekki fjarri sanni, að tala íbúa í sveitunum, sem þessi löggjöf mundi ná til, sé um 45 þús. manns, þegar fyrrnefnd sjávarþorp eru frá falin. Frv. gerir ráð fyrir 4 kr. framlagi á hvern íbúa; gætu því útgjöld ríkissjóðs, sem af þessu stöfuðu, orðið um 180 þús. kr. á ári. Sennilega yrðu þau ekki alveg svo mikil, vegna, þess að í ýmsum sveitum eru byggingarmál þó komin það á veg, að ekki eru líkindi til, að stofnaðir verði byggingarsjóðir í öllum sveitum. Og það er sannfæring mín, að fáu muni betur varið úr ríkissjóði heldur en því, sem er varið til þess að tryggja framtíð sveitanna og hjálpa til að fólkið geti haldizt þar við. En undirstaðan undir því er sú, að fólkinu sé gert mögulegt að koma upp skýli yfir höfuð sér. Því miður eru ekki allir hv. þm. eins kunnugir í sveitum landsins eins og æskilegt værri. Mér er óhætt að fullyrða, að þeir eru ekki eins kunnugir byggingarmálum sveitanna eins og þeir ættu að vera. Ég held, að ýmsir þeirra muni hafa gott af því nú í harðindunum að ferðast um sveitirnar norðanlands og sjá með eigin augum, hvaða húsakynni fólkið á við að búa. Þetta er ekki sagt þeim til lasts; það er ekki hægt að ætlast til, að allir, sem eru kosnir á þing, þekki öll mál. En það er a. m. k. óverjandi, að þeir menn, sem telja sig fulltrúa sveitanna hér á Alþingi, séu mjög fáfróðir um þessi mál. Vegna þessa ókunnugleika, sem ég hefi minnzt á, sé ég ástæðu til að fara dálítið út í skýrslur, sem fyrir liggja og geta nokkuð sýnt, hvernig ástandið er í þessum efnum. Um leið og manntal var tekið 1920 og 1930 voru jafnframt talin öll íbúðarhús í sveitunum og flokkuð eftir tegund. Skýrslan frá 1920 var birt í manntalsskýrslu hagstofunnar 1926. Skýrslan frá 1930 er ekki komin út, en hagstofan hefir látið mér í té flokkun á þessu. Við samanburð á ástandinu 1920 og 1930 kemur í ljós, að það hefir batnað talsvert á þessum 10 árum, þó mikið vanti á, að það sé viðunandi. Á tímabilinu frá 1930 og til þessa dags hefir komið afturkippur í þessar framfarir, og á kreppan vitanlega sinn þátt í því. Þann dag í dag eru ekki nema um það bil 20% af íbúðarhúsum í sveitum, sem byggð eru úr varanlegu efni, og tæplega þó. Á næstu 2 áratugum verður að endurbyggja um 80% af húsum í sveitum. Það er vitanlegt, að fjárhagur sveitanna er þannig nú, að þær munu ekki rísa undir því, nema hagkvæm lán komi til. Samkv. þeim skýrslum, sem fyrir liggja um byggingarástandið í hinum ýmsu sýslum á landinu, er það auðsjáanlega mjög mismunandi. Í sumum sýslum má segja, að það sé viðunandi, en í öðrum þvert á móti. Við samanburð áranna 1920–1930 sést, að framfarirnar á þessum árum eru mjög mismunandi í ýmsum sýslum. Árið 1920 er ástandið bezt í Borgarfjarðarsýslu, 19.3% af húsum byggt úr varanlegu efni, steini eða steinsteypu. Í Rangárvallasýslu er ástandið lakast, eða aðeins 1% af húsum byggt úr varanlegu efni. Samkv. skýrslum, sem ég hefi um þetta efni, er ástandið þannig árið 1920, sundurliðað:

-

Steinhús og

Timbur

Úr varanl

Sam

Úr varanl

steinsteypa

hús

Torfbæir

Ótilgreint

tals

Af hdr..

Gullbr.- og Kjósars. . . . . . . . . . . .

60

338

162

10

570

10,53

Borgarfjarðarsýsla . . . . . . . . . . . .

44

45

139

228

19,3

Mýrasýsla . . . . . . . . . . . . . . . . .

29

56

117

6

208

13,94

Snæfellsnessýsla . . . . . . . . . . . . .

15

81

200

6

302

5,0

Dalasýsla . . . . . . . . . . . . . . . . .

15

50

160

1

226

6,6

Barðastrandarsýsla . . . . . . . . . . . .

28

96

224

348

8,0

Ísafjarðarsýsla . . . . . . . . . . . . . .

25

163

307

7

502

5,0

Strandasýsla . . . . . . . . . . . . . . .

11

48

122

181

6,0

Húnavatnssýsla . . . . . . . . . . . . .

26

51

423

1

501

5,l9

Skagafjarðarsýsla . . . . . . . . . . . .

11

43

453

2

491

2,24

Eyjafjarðarsýsla . . . . . . . . . . . . .

25

89

483

4

601

4,16

Þingeyjarsýsla . . . . . . . . . . . . . .

28

79

441

2

550

5.09

N.-Múlasýsla . . . . . . . . . . . . . . .

28

77

273

3

381

7,35

S.-Múlasýsla . . . . . . . . . . . . . . . .

37

138

181

3

359

10,31

A.-Skaftafellssýsla . . . . . . . . . . . .

4

25

102

5

136

2,94

V.-Skaftafellssýsla . . . . . . . . . . . .

14

72

132

3

231

6,06

Rangárvallasýsla . . . . . . . . . . . . .

5

143

347

1

496

1,0

Árnessýsla . . . . . . . . . . . . . . . .

9

138

410

6

563

l,6

- _

Samtals

414

1732

4658

60

6864

6.03

Þegar manntal var tekið 1930, voru einnig taldar saman hinar ýmsu tegundir húsa í sveitum og flokkaðar eftir tegundum. Hefi ég einnig skýrslu um það frá hagstofunni, sem hún hefir látið mér í té. En sú skýrslu er ekki komin út ennþá. Samkv. þessari skýrslu er ástandið þannig 1930

Steinhús og steinsteypa

Timburhús

Torfbæir með limburstofu

Torfbæir án timburstofu

Ótilgreint

Samtals

Byggt úr

varanl. efni. Af hdr

Gullbr.- og Kjósarsýsla

134

342

12

50

2

540

24,81

Borgarfjarðarsýsla . . . . . . . . . .

68

71

18

58

"

215

31,63

Mýrasýsla . . . . . . . . . . . . . . .

59

50

22

66

"

197

30,0

Snæfellsnessýsla . . . . . . . . . . . .

36

103

40

105

"

284

12,69

Dalasýsla . . . . . . . . . . . . . . . .

30

57

28

116

"

231

13,0

Barðastrandarsýsla . . . . . . . . . .

36

89

69

93

"

287

12,54

Ísafjarðarsýsla . . . . . . . . . . . . .

61

200

84

142

"

487

12,53

Strandasýsla . . . . . . . . . . . . . .

31

88

34

62

"

215

14,42

Húnavatnssýsla . . . . . . . . . . . .

70

59

120

272

"

521

13,44

Skagafjarðarsýsla . . . . . . . . . . .

38

73

59

285

13

468

8,12

Eyjafjarðarsýsla . . . . . . . . . . . .

114

90

93

314

"

615

18,53

Þingeyjarsýsla . . . . . . . . . . . . .

141

158

96

236

"

631

22,35

N.-Múlasýsla . . . . . . . . . . . . . .

70

93

50

147

"

360

19,44

S.-Múlasýsla . . . . . . . . . . . . . .

56

174

48

89

3

370

15,14

A.-Skaftafellssýsla . . . . . . . . . . .

38

45

28

35

"

146

26,0

V.-Skaftafellssýsla . . . . . . . . . . .

30

95

52

61

2

240

12,5

Rangárvallasýsla . . . . . . . . . . .

38

227

91

133

5

494

7,7

Árnessýsla . . . . . . . . . . . . . . .

59

206

102

167

"

534

11,05

Samtals

1109

2220

1046

2431

29

6835

16.23

Eins og sést af þeim skýrslum, af skýrslum, sem ég hefi nú lesið, hefir ástandið batnað talsvert á þessum 10 árum. Árið 1920 eru aðeins 6,3% af íbúðarhúsum úr varanlegu efni, en 1930 eru þau orðin 16,23%. Síðan 1930 til þessa dags liggja ekki fyrir opinberar skýrslur, en eftir upplýsingum, sem ég hefi fengið hjá Búnaðarbankanum, hafa verið byggð á þessum árum 180 þús. fyrir lán úr byggingar- og landnámssjóði, og eru byggingarnar í þessum sýslum:

Rangárvallasýslu ........

8

Árnessýslu ........

8

Kjósarsýslu ........

7

Borgarfjarðarsýslu……..

11

Mýrasýslu .........

9

Dalasýslu ..........

0

Snæfellsnessýslu ........

8

Barðastrandarsýslu……..

1

N.-Ísafjarðarsýslu ………

1

V.-Ísafjarðarsýslu ………

1

Gullbringusýslu .......

6

Strandasýslu ........

7

Húnavatnssýslu ........

10

Skagafjarðarsýslu ……..

10

Eyjafjarðarsýslu ………

14

S.-Þingeyjarsýslu ………

30

N.-Þingeyjarsýslu .............

19

N.-Múlasýslu ........

8

S.-Múlasýslu .........

15

A.-Skaftafellssýslu……..

2

V.-Skaftafellssýslu……..

5

Samtals

180 hús

Þessi 180 hús skiptast þannig niður á árin:

1931 ...............

56 hús

1932 ...............

9 —

1933 ...............

32 —

1934 ...............

30 —

1935 ...............

53 —

Samtas

180 hús

Í sumum sýslum hafa framfarirnar verið talsvert stórstigar í húsabyggingarmálunum, en aðrar hafa svo að segja staðið í stað og ótrúlega lítið fjölgað húsum úr varanlegu efni. Ástandið virðist veru bezt í Borgarf.sýslu þann dag í dag. eins og það var 1920. Þar var þá 19,3% bæjahúsa byggt úr varanlegu efni, en er nú 36,75%; þar næst er Mýrasýsla, sem var 1920 með 13,94%, en nú með 34,56% hús byggð úr varanlegu efni. Hér fer á eftir samanburður á ástandinu 1920 og 1935, eftir því sem næst verður komizt:

Úr varanl. efni

1920

1935

Gullbr.- og Kjósars. ......

10,53%

27,21%

Borgarfjarðarsýsla ........

19,3 —

36,75 —

Mýrasýsla .................

13,94—

34,56 —

Snæfellsnessýsla ……..

5,0 —

15,51 —

Dalasýsla ….....

6,6 —

13,0 —

Barðastrandarsýsla ........

8,0 —

12,54 —

Ísafjarðarsýsla ............

5,0 —

12,53 —

Strandasýsla ……..

6,0 —

17,69 —

Húnavatnssýsla ...........

5,19 —

15,35 —

Skagafjarðarsýsla .........

2,24 —

10,25 —

Eyjafjarðarsýsla ..........

4,16 —

20,68 —

Þingeyjarsýsla ............

5,09 —

30,11—

N.-Múlasýsla .............

7,35 —

21,66 —

S.-Múlasýsla ..............

10,31—

19,20 —

A.-Skaftafellssýsla ........

2,94 —

27,30 —

V.-Skaftafellssýsla …….

6,06 —

14,09 —

Rangárvallasýsla ……..

1,0 —

8,68 —

Árnessýsla …….. .

1,6 —

12,49 —

Samtals

6,03%

19,42%

Þessi samanburður getur gefir nokkra hugmynd um ástandið eins og það er og hefir verið á síðustu árum. Á næstu 20 árum þarf að endurbyggja 5406 bæjarhús, eða rúmlega 270 hús á ári. Þar af getur byggingar- og landnámssjóður lánað til um það bil 40 húsa á ári, samkv. reynslu síðustu ára. En hvernig á að reisa úr rústum hina 230 sveitabæina? Fyrr eða síðar verður Alþingi að svara því. Mitt svar í dag er þetta: Það verður að stofna til byggingarsjóða í sveitunum sjálfum, — sveitirnar sem heild sjálfar og ríkið verða að leysa þetta mest aðkallandi nauðsynjamál sveitanna í sameiningu. Og þó að það sé ekki alveg fullnægjandi með ekki hærra framlagi en gert er ráð fyrir í frv., þá er svo stórt spor stigið í áttina, að Alþingi má ekki láta undir höfuð leggjast að stíga það spor. Framlagið, sem gert var ráð fyrir frá ríkinu, er ekki hærra en kostar að byggja eitt stórhýsi á borð við þau, sem jafnvel margur einstaklingur hefir lagt í að byggja hér í Reykjavík.

Þegar borið er saman byggingarástand í kaupstöðum og sveitum, sjá menn, að í kaupstöðum og þorpum eru byggingar viðunanlegar, en alveg gagnstætt í sveitunum. Það liggja líka skýrslur fyrir um ástandið í þessu efni í kaupstöðum, en of langt mál yrði, et ég færi að lesa þær upp. Enda er því þannig varið, að þm. eru þessu nokkuð kunnugir, og þarf ekki í raun og veru skýrslu til að sanna, að byggingarástandið í kaupstöðum er allt annað og betra heldur en er í sveitum landsins.

Þetta byggingarmál sveitanna hefir vitanlega eins og flest önnur mál fleiri en eina hlið. Það hefir menningarlega hlið og hagfræðilega hlið. Auk þess hefir þetta mál auðvitað fleiri hliðar, en ég ætla þó aðeins að benda á eina hlið, og það er sú hagfræðilega. Því er nú þannig varið hér á þingi, að einna mest tillit er tekið til þeirrar hliðar mála, sem ég út af fyrir sig ætla ekki að lasta.

Það vita allir, hve mikið ríkið leggur fram vegna berklavarna og berklasjúklinga í landinu. Og það er hinsvegar ekki nokkrum vafa undirorpið, að berklaveiki hefir magnazt hér á landi mest fyrir léleg húsakynni sveitafólks. Ég veit ekki betur en að þessi síðustu ár hafi ríkið orðið að leggja beint fram vegna berklavarna ekki kannske alveg milljón krónur, en sum árin fast að því. Og það er margfalt stærri upphæð en gert er ráð fyrir í þessu frv., að ríkið leggi fram til þess að bæta húsakynni í sveitum. Það er þess vegna beint hagur fyrir ríkissjóð að stuðla að því, að húsakynni fólks í sveitum séu bætt, svo að fólkið verði heilbrigðara og hraustara. Ég veit, að enginn mun mæla á móti því, að einmitt berklaveiki og svo ýmsir annara sjúkdóma eiga fyrstu rætur sínar að rekja til þeirra lélegu húsakynna, sem alþýðan í sveitum hefir átt við að búa nú um lengri tíma.

Það má vitanlega margt fleira segja um þetta mál, en ég sé nú ekki ástæðu til að lengja mál mitt að þessu sinni mikið úr þessu. En ég vænti þess, að hv. deild taki málinu með velvild og skilningi. — Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og landbn.