27.02.1936
Neðri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

2. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Sigfús Jónsson):

Í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er farið fram á það, að á árinu 1937 verði frestað framkvæmd ýmsra 1. og einstakra lagaákvæða, sem hafa í för með sér fjárframlög úr ríkissjóði. Svipuð frv. hafa legið fyrir hverju þingi nokkur undanfarin ár, svo þetta frv. er því engin nýlunda. En ástæðan til þess, að þessi frv. hafa komið fram, hefir verið og er sú, að fjárhagur ríkissjóðs virðist ekki leyfa, að á hann séu lögð þessi útgjöld.

Ég tel óþarft að rekja efni frv. lið fyrir lið. Það er skýrt tekið fram í hverjum lið fyrir sig, við hvaða lög og ákvæði laga er átt með þessu frv.

Fjhn. hefir haft þetta frv. til athugunar og orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ. í aðalatriðum. Sumir nm. eru þó ekki samþykkir öllum liðum frv., og munu þeir gera grein fyrir því. Aftur á móti má segja, að 3 nm. séu samþykkir því að frv. sé samþ. eins og það liggur fyrir.