21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í C-deild Alþingistíðinda. (2612)

68. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er rétt skilið hjá hv. þm., að leyfi það, sem S. Í. S. hefir fengið, er um það, að nokkurn hluta þess gjaldeyris, sem fyrirtækið fær fyrir íslenzkar afurðir, megi það nota til að greiða með skuldbindingar, en þurfi ekki að afhenda hana bönkunum. (PHalld: Er það ekki fyrir allan gjaldeyri fyrirtækisins?). Um það get ég ekki sagt; ég hefi aldrei séð þetta leyfi, og það hefir aldrei komið fyrir ráðuneytið.