08.04.1936
Neðri deild: 47. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í C-deild Alþingistíðinda. (2726)

98. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

*Pétur Ottesen:

Ég get sparað mér að fara nánar inn á þessi atriði, ef samkomulag fengist um, að málið væri nú tekið út af dagskrá. Ég mundi þá nota þann tíma, sem gæfist, til þess að gera við það brtt. Þetta er 3. umr., og ég skal taka það fram, að þessi tilmæli mín eru ekki gerð í þeim tilgangi að hefta framgang málsins, heldur ef hægt væri að búa svo um hnútana, að menn missi einskis í við breyt., þá er ég því samþykkur að fara þannig með þetta mál. Ég vil þess vegna fara fram á, að málið sé nú tekið út af dagskrá, og næst þegar það verður tekið á dagskrá, skal ég verða búinn að bera fram þær brtt., sem ég geri.