02.03.1936
Efri deild: 13. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í C-deild Alþingistíðinda. (2865)

36. mál, jarðræktarlög

*Flm. (Þorsteinn Briem):

Mér þykir gott að heyra það úr ráðherrastóli, að mál þetta skuli vera í undirbúningi af hálfu hæstv. stj., og mér þykir líka gott að heyra það, að hæstv. forsrh. skyldi viðurkenna, að í þessu frv., sem hér liggur fyrir, væri a. m. k. ýmislegt, sem gengi að hans áliti í rétta átt, og vil ég því vænta þess, að þetta frv., sem hæstv. stj. hefir nú í undirbúningi, miði í rétta átt. Get ég því sætt mig við það, að umr. um þetta mál verði látnar bíða þar til þetta frv. er komið fram, og vona ég, að það gangi sem mest í sömu átt og þetta frv.; ef svo verður, þá mun ég fagna framkomu þess.