29.02.1936
Efri deild: 12. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í C-deild Alþingistíðinda. (2870)

37. mál, bændaskólar

*Bernharð Stefánsson:

Það er aðeins fyrirspurn til flm. um það, hvort hann hafi rannsakað það, hvort húsrúm sé á Hólum fyrir þessa fyrirhuguðu framhaldsdeild. Í fyrra, þegar svipað frv. var á ferðinni hér á þingi um framhaldsbúfræðideild við bændaskólann á Hvanneyri, þá sneri þáv. hv. landbn. sér til skólastjórans þar og leitaði umsagnar hans um málið. Fékk hún svar hans nokkuð seint. Þegar ég í morgun sá, að þetta mál var á dagskrá í dag, þá gerði ég tilraun til að grufla upp svar skólastjórans, en það tókst ekki. En ég hygg, að ég muni það fyrir víst, að skólastjórinn tók það fram í svari sínu til n., að til þess að þessi framhaldsdeild gæti verið á Hvanneyri, þyrfti að byggja nýtt skólahús fyrir hana. Ennfremur lét hann þess getið, að það vantaði algerlega kennslukrafta til þess að sinna þessari kennslu, og yrði því að bæta þeim við, ef framhaldsdeildin yrði stofnuð. Þar af leiðandi má búast við, eftir þessu, í fyrsta lagi allmiklum stofnkostnaði af húsbyggingu og þar að auki árlegum rekstrarkostnaði, ef framhaldsdeildin yrði stofnuð þarna. Ekki er ég að segja þetta til þess að mótmæla frv., því að svo þarft getur málið verið, að ekki sé horfandi í að leggja nokkuð í kostnað vegna þess. En ég sakna þess þó, að í grg. frv. er ekkert vikið að þessu atriði, og er einna helzt svo að sjá á henni, eins og búizt sé við, að þetta kosti ekki neitt.

Það má nú vel vera, að það hafi verið rannsakað, hvort húsrúm sé til fyrir þessa framhaldsdeild á Hólum. En af því að ég var töluvert við þetta mál riðinn í fyrra og hafði því ástæður til að kynna mér þetta mál, vil ég vænta þess, að n. sú, sem fær þetta mál til meðferðar. taki þetta atriði til athugunar. Hvort það verður menntmn. eða landbn., það veit ég náttúrlega ekki um. En sennilega verður það ekki sjútvn. En þar býst ég við, að hv. 4. þm. Reykv. teldi málið bezt komið