26.02.1936
Efri deild: 9. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í C-deild Alþingistíðinda. (2886)

43. mál, berklavarnir

Þorsteinn Þorsteinsson:

Út af því, sem hæstv. fjmrh. minntist á í ræðu sinni, vil ég taka það fram við n. þá, sem kemur til með að fjalla um þetta mál, að þótt ríkissjóður sé ef til vill í raun og veru ekki vel stæður, verður líka þessi n. að athuga, að sýslusjóðir og bæjarsjóðir víða komast illa af og sveitarsjóðir sömuleiðis. Þessa aðilja verður líka að hafa fyrir augum, en ekki ríkissjóð eingöngu. En gagn þeirra er líka gagn ríkissjóðs. Og ef allt er komið í rústir hjá sýslu- og sveitarsjóðum, þá má vera, að þröngt verði fyrir dyrum hjá ríkissjóði einmitt af þessum orsökum.