14.03.1936
Efri deild: 24. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í C-deild Alþingistíðinda. (2890)

43. mál, berklavarnir

*Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil álíta, að það væri heppilegast, að þetta frv. yrði borið fram í hv. Ed., þar sem bæði þetta frv., sem hv. 1. þm. Reykv. nefndi, um berklavarnagjaldið frá sýslu- og bæjarfélögum, og einnig frv. um tekjuöflun sveitar- og bæjarfélaga eru í Ed. Ég er hræddur um, að það gæti farið svo, ef frv. þetta, sem hv. 1. þm. Reykv. gerði fyrirspurn um, verður lagt fram fyrst í hv. Nd. og svo kannske samþ. þar eftir svo sem mánaðartíma, að þá yrði of skammur tími til þess að koma frv., sem hér hafa komið fram um skylt efni, gegnum þingið. Mér virðist því réttara og eðlilegra, að frv. þetta kæmi fyrst í Ed.