06.04.1936
Efri deild: 46. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í C-deild Alþingistíðinda. (2904)

43. mál, berklavarnir

Þorsteinn Þorsteinsson:

Því hefir nú verið haldið hér fram undanfarið, að afgr. hafi verið mál, er staðið hafa í sambandi við önnur mál, og úr því að þetta hefir nú einu sinni verið gert, sýnist mér, að berklavarnafrv. mætti a. m. k. koma frá nefnd. Mér finnst það bera vott um allt of mikið vinnu- eða viljaleysi hjá meiri hl. hv. fjhn., að hafa legið svo lengi á málinu. Þótt frv. um framfærslu sjúkra yrði að lögum, er ekki heldur sagt, að ekki mætti lögfesta eitthvað úr hinu frv.