18.04.1936
Efri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í C-deild Alþingistíðinda. (2925)

69. mál, hrafntinna

*Jón Baldvinsson:

Ég lagði nú á móti því á síðasta þingi, að þetta mál væri samþ., en á því sama þingi voru veitt einkaleyfi einst. mönnum, sem eru hliðstæð því, sem farið er fram á í þessu frv., og þar sem hér er ekki um að ræða nema fjögra ára einkaleyfi, og enginn undirbúningur er hafinn til þess að ríkið ráðist í þessar framkvæmdir fyrst um sinn, þá er í raun og veru enginn skaði skeður, þó þetta einkaleyfi sé veitt. Ég sé mér þó ekki fært að greiða atkv. með frv., en mun ekki leggja stein í götu þess og greiði ekki atkv. — Annað hefi ég ekki um þetta mál að segja. Þetta er minn fyrirvari, sem getið er um í nál.