02.05.1936
Efri deild: 62. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í C-deild Alþingistíðinda. (2973)

123. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Frsm. (Jón Baldvinsson):

Ég vil aðeins segja það út af brtt. hv. 2. þm. Rang. um niðurfellingu 4. gr. frv., að ég verð að ganga á móti henni, m. a. sökum þess, að mér hefir verið tjáð, að t. d. í Laxá við Mývatn þurfi að tryggja veiðina betur en gert er nú, til þess að hægt verði að veiða í klak í henni.