02.05.1936
Efri deild: 62. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í C-deild Alþingistíðinda. (2977)

123. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Jónas Jónsson:

Það er vafalaust rétt hjá hv. 2. þm. Rang., að samkv. gildandi lögum sé það tryggt, að hægt sé að fá land undir klakhús og ennfremur að veiða eitthvað af laxi til klaks. En það, sem um er að ræða þarna norður frá, er það, að vafasamt er, hvort hægt er að sameina alla hlutaðeigendur um friðun ánna, og taldi ég og tel það vafamál, þar sem jafnmiklum dugnaðarmanni og Vilhjálmi Þór tókst það ekki.