09.05.1936
Sameinað þing: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í D-deild Alþingistíðinda. (3056)

131. mál, þjóðleikhúsið

*Héðinn Valdimarsson:

Ég held, að hv. þm. geti ekki kennt byggingarnefnd Reykjavíkur um það, þó að leikhúsbyggingin hafi ekki verið sett á réttan stað. Ef byggingin er rétt gerð og í samræmi við byggingarsamþykkt bæjarins, þá getur bæjarstj. ekki neitað um byggingarleyfi. En eins og þessi till. er nú orðuð, þá er það ríkisstj., sem á að sjá um framkvæmdir í þessu efni, og hún er bundin við að haga þeim eftir því, sem segir í till. Verði till. hinsvegar vísað til stj., þá getur hún athugað málið í samráði við bæjarstj. Reykjavíkur.