29.04.1936
Neðri deild: 59. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (3157)

130. mál, símaleynd

Forseti (PZ):

Mér hefir borizt svo hljóðandi rökstudd dagskrá:

„Þar sem upp hefir komizt við rannsókn á loftskeytum stórfelld njósnarstarfsemi fyrir erlenda og innlenda landhelgisbrjóta, hættuleg fyrir land og lýð, sem ekki virðist hafa verið hægt að sanna án slíkrar skoðunar, og þannig er reynsla fengin fyrir því, að fyllsta nauðsyn getur verið til þess að rjúfa leynd símans, þegar hann er notaður til hættulegra eða víðtækra lögbrota, og með því að upplýst er, að síðan núverandi ríkisstj. kom til valda, hafi ekki verið rofin leynd símasamtala nema að undangengnum dómsúrskurði, og þá í því skyni einu að fá upplýsingar um alvarleg lögbrot, sem rökstuddur grunur var á, að framin væru eða fremja ætti, og þar sem hér er um að ræða valdsvið og athafnir dómsvaldsins í landinu, sem er óháð framkvæmdavaldinu, þá telur deildin till. á þskj. 447 ástæðulausa og óréttmæta og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ — (TT: Hver flytur þetta“ Stendur ekkert nafn undir? — PO: Vill nú enginn kannast við tillöguna?). Ég geri ráð fyrir, að það komi fram við umræðurnar.