29.04.1936
Neðri deild: 59. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (3158)

130. mál, símaleynd

Thor Thors:

Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því, að þessi dagskrártill. er algerlega óþinglega fram borin. Það er ekki hægt nema fyrir þingmenn að bera fram till. á Alþingi. En það er ekki vitað, að nokkur þm. standi að þessari till. Það er venja, að till. er lýst af þeim þm., sem hana ber fram, að hann riti nafn sitt undir, og síðan þegar þm. hefir gert grein fyrir henni, lýsi forseti henni af forsetastól. Það er nú eins og þm. skammist sín fyrir að standa að slíkri till. sem þessari. En þangað tii þingmaður hefir gengizt við þessari till. og lýst yfir því, þá er hún ekki löglega fram borin á þingi. (Raddir: Heyr! Heyr! — ÓTh: Kom till. kannske eins og þjófur úr heiðskíru lofti?!).