18.04.1936
Neðri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í D-deild Alþingistíðinda. (3232)

89. mál, eftirlit með skipum

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Ég skal taka það fram aftur, að ég er ekki á móti því, að málinu verði frestað, til þess að hv. deildarmenn geti athugað það nánar, en hinsvegar tel ég ekki ástæðu til þess að vísa því til n. og mun greiða atkv. á móti því. Málið er flutt af samgmn., og hún hefir athugað það og mun, ef umr. verður frestað, taka það aftur til athugunar. Ég tel því enga ástæðu til að vísa þessu máli til annarar n. — Ég hefi ekki neina aths. að gera viðvíkjandi því, sem hv. 3. lands- k. sagði. Hv. þm. Mýr. hefir svarað því nokkuð, en ég vil þó aðeins minnast á það, sem hv. 3. landsk. las upp um álit skipaskoðunarstjóra á því, hvaða áhrif þessi breyt. hefði á farþegafjöldann, sem skipið flytti nú, því að ef þessi breyting yrði gerð, þá yrðu mismunandi ákvæði í þessari tilskipun um farþegafjöldann. Ég vil benda hv. 3. landsk. á, að í tilskipuninni gilda 3–4 mismunandi ákvæði, og án þess að véfengja hv. þm., er ég ekki viss um, að hann hafi tekið rétt eftir, að hér sé um sambærilegar reglur að ræða. (PÞ: Það liggja fyrir upplýsingar um það frá skipaskoðunarstjóra). Ég hefi ekki haft aðstöðu til að kynna mér þetta nægilega, en ég efast um, að hv. 3. landsk. hafi gert sér þetta fyllilega ljóst. En þó að búið sé að samþ. að fresta málinu, sé ég enga ástæðu til að vísa því til annarar n. en það kom frá.