07.03.1936
Efri deild: 18. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

10. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það kom til orða við 2. umr., hvort ekki væri rétt að láta þessi lög gilda lengur en til eins árs í senn. Síðan hafa ekki verið haldnir reglulegir fundir í landbn., en ég hefi fært þetta í tal við annan nefndarmanna, og hefir ekki þótt ástæða til að koma með brtt. í þá átt að þessu sinni, en hinsvegar eðlilegt, að þetta verði athugað, ef lögin þarf að framlengja á næsta þingi.