06.03.1936
Neðri deild: 17. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

21. mál, botnvörpuveiðar

Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég held, að þessi brtt. frá hv. þm. Borgf. verði þessum veiðum heldur til skaða, ef samþ. verður, því að það ákvæði er ákaflega teygjanlegt, sem felst í þessum orðum till.: „þar sem ekki eru stundaðar aðrar fiskiveiðar“. Ég tók það fram við 2. umr. þessa máls, að af hálfu landsmanna væri höfð svo góð gát á því, sem gerðist í landhelginni, að hvaða ráðh., sem færi með þessi mál, í hvaða stj., sem hann starfaði, mundi vera trúandi til að sjá um, að þetta yrði ekki á neinn hátt misnotað. Enda eru veiðarfærin, sem notuð eru við kampalampaveiðar, þannig, að ekki kemur til mála, að þau spilli öðrum veiðum, sem stundaðar eru á sömu slóðum.

Ég vil þess vegna eindregið leggja til, að þessi brtt. verði felld.