01.04.1936
Efri deild: 39. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (489)

74. mál, herpinótaveiði

Sigurjón Á. Ólafsson:

Frsm. þessa máls, hv. þm N.-Ísf., er ekki viðstaddur, svo ég vil fara um það örfáum orðum. Frv. er komið frá hv. Nd., og var flutt þar af sjútvn., og fer fram á að nema úr gildi l. um samþykktir um herpinótaveiði.

Reynslan hefir verið, að eftir þessum samþykktum og lögum hefir ekki verið farið. Menn hafa veitt síldina þar, sem þeir hafa séð hana vaða, og þeir, sem hafa haft kærurétt, hafa ekki notað hann. Lögin eru ekki notuð og eru orðin úrelt og dauður bókstafur. Sú skoðun er almennt ríkjandi, að þau beri að fella úr gildi og hafa engar lagahömlur gegn því, að innlendir menn megi taka síldina þar, sem hún næst.

N. hefir athugað frv. og leggur til, að það sé samþ. óbreytt.