12.03.1936
Neðri deild: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í B-deild Alþingistíðinda. (518)

7. mál, þingsköp Alþingis

*Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég ætla ekki að blanda mér verulega inn í umr. á þessu stigi málsins. Ég get lýst yfir því, að þeir allshn.menn, sem staddir eru á fundinum, eru sammála um, að málið verði í dag tekið af dagskrá, til þess að n. gefist færi á að athuga það nánar til morguns. Ég vil þó taka það fram út af orðum hv. 8. landsk., að framkomnar brtt. mínar, sem hafa verið ræddar nokkuð, eru fluttar vegna þess að málið var tekið út af dagskrá í gær með það fyrir augum, að það væri athugað í allshn. Þegar svo átti að halda fund í gær, varð ekki af honum, en ég sá mér ekki annað fært vegna þess, að málið var á dagskrá í dag, en að koma með þessar brtt., svo að hægt væri að vekja menn til athugunar um þær. Ég vænti svo, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá, og sé ekki ástæðu til að fjölyrða meira um það að sinni.