01.04.1936
Efri deild: 39. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

7. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Meiri hl. n. sér enga ástæðu til að fresta málinu að þessu sinni vegna þeirrar uppástungu, sem hér kom fram í gær frá hv. 2. þm. Rang. Meiri hl. lítur svo á, að þetta megi taka til athugunar á milli umr., og verði þá samkomulag um það, megi bera fram brtt. við 3. umr. Hinsvegar er ég ekki viss um það, ef málið er nú tekið út af dagskrá, til þess að n. geti athugað það á fundi, sem hún heldur á morgun, að málið geti þá komið á dagskrá aftur fyrr en eftir tvo daga. Ég get trúað því, að hv. 1. þm. Skagf. tefji ekki málið við 3. umr. En hvað gera hinir hv. þdm.? Er hann viss um alla hv. flokksbræður sína?

Ef málið er tekið af dagskrá nú, þá getur það orðið til að tefja framgang þess um tvo daga, og ég sé enga ástæðu til þess vegna þessarar till., en hinsvegar sjálfsagt að athuga hana á milli umr.