01.04.1936
Efri deild: 39. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

7. mál, þingsköp Alþingis

Magnús Guðmundsson:

Mér skilst, að ekki muni fást að taka málið út af dagskrá, en það er fjarstæða, sem hér hefir verið talað um, að það þurfi að tefja málið meira en um einn dag. Það er vel hægt að taka málið á dagskrá á morgun, þótt það verði athugað á nefndarfundi í fyrramálið. Það er algengt, að veitt séu afbrigði um mál, og ég skal mælast til þess við mína flokksmenn, að þeir veiti afbrigði um þá till., sem náðst hefir samkomulag um í n. Það er ekkert stórspursmál, þótt þetta dragist þá einum degi lengur, þar sem það er vitað, að í n. liggja stórmál, sem ekkert er farið að eiga við, en allir flokkar viðurkenna, að eigi að ganga fram á þessu þingi. Það er því ekkert annað en óþarfa stífni og ósanngirni að halda þessu máli áfram í dag.