06.04.1936
Neðri deild: 44. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (572)

102. mál, alþýðutryggingar

Thor Thors:

Eins og hv. 1. landsk. tók fram, er frv. flutt af allshn., og aðaltilgangur þess er að sporna við því, að menn geti nú þegar tekið innstæður sínar úr lífeyrissjóði, sem nú er heimild fyrir í 60. gr. l. um alþýðutryggingar. En af því að heimild þessi er nú í lögum, munu margir hafa vænzt þess að fá þetta fé til umráða nú eftir 1. apríl, og geri ég ráð fyrir, að margir hafi sótt um það nú þegar. — Ég vildi því beina því til hæstv. ríkisstj., að þeir fái greitt úr sjóðnum, sem þegar hafa sótt, þar sem þeir hafa þegar gert ráðstafanir til eyðslu þessa fjár og þurfa á því að halda. En eins og ég tók fram, er aðaltilgangurinn sá, að sporna við því, að menn taki mikið fé út úr lífeyrissjóði nú þegar, þar sem mikið af fé hans er frosið fast.