06.04.1936
Neðri deild: 44. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

102. mál, alþýðutryggingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég var ekki við, er þessar umr. hófust. En ég vil benda hv. þm. Borgf. á 1. málsgr. 52. gr. þessarar l. Þar segir: „Örokulífeyrir greiðist á aldrinum 16–67 ára, en sá telst öryrki samkvæmt lögum þessum sem ekki er lengur fær um, við störf, er samsvara lífskröfum hans og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlast til af honum ... “ o. s. frv. En sú skilgreining er gerð á, að til þess að verða aðnjótandi örorkulífeyris þurfi viðkomandi að hafa glatað tilteknum hluta starfsorku sinnar. Eftir því, sem ég hefi fengið upplýsingar um, munu flestir þeir, sem njóta nú styrks úr ellistyrktarsjóðum, falla undir þetta ákvæði eða þessa skilgreiningu laganna á öryrkju.

Ég held, að það sé ekki ástæða til að koma með breyt. nú á l. þessum, eða ekki fyrr en reynsla er fengin um þau í framkvæmdinni. Ég er yfirleitt andvígur því að breyta fleira en því, sem aðkallandi er, og þó ýmislegt þurfi breyt. við, er það ekki aðkallandi, og tel ég ekki neinu stefnt í voða, þó að það bíði til næsta þings. Vænti ég þess, að hv. þm. veiti frv. þessu fljóta afgreiðslu.