04.04.1936
Neðri deild: 42. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

71. mál, afmáning veðskuldbindinga úr veðmálabókum

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

N. hefir athugað frv. þetta og mælir með því, að það verði samþ.

Frv. þetta er að efni til samhljóða l. frá 1933 um ógildingardóm á veðmálaskuldbindingum í veðmálabókum fyrir 1. apríl 1934. En þar sem mörg lögsagnarumdæmi hafa látið það hjá líða að nota sér þá heimild, er nú frv. um þetta flutt að nýju. Að vísu hefði nægt að flytja frv. um breyt. á dagsetningunni einni, en n. telur eins heppilegt, að nýtt frv. verði samþ.

Þar sem nauðsynlegt er, að þessar gömlu veðskuldir verði afmáðar, mælir n. einróma með frv. eins og það er.