26.03.1936
Neðri deild: 34. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

19. mál, eyðing svartbaks

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég á brtt. á þskj. 215, um að kostnaður við eyðingu svartbaks verði greiddur úr hreppsstórum og sýslusjóðum. Mér finnst þetta á allan hátt eðlilegt, vegna þess að eyðingin á að vera til þess að viðhalda hlunnindum í héruðunum. — Úr því að hv. 8. landsk. fór að tala um rottuskott, þá skal ég segja mína skoðun á því. Ég hygg, að það sé nógu hvimleitt fyrir bæjarskrifstofuna að hafa menn gangandi um með rottuskott, þó að ekki verði því bætt við, að farið verði að stefna mönnum víðsvegar að með svartbaksnef til þess að fá greiðslu fyrir þau hjá ríkisféhirði.