17.04.1936
Efri deild: 50. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

19. mál, eyðing svartbaks

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég verð að játa, að mér er örðugt um að svara þessari spurningu. Ég hefi ekki rannsakað svo nákvæmlega hegningarlögin eða þær drápsaðferðir, sem hér hefir verið lýst, að ég geti sagt um þetta án þess að leita álits vel fróðra manna. En svo sleppt sé öllu spaugi, þá sýnist mér, að ef frv. er samþ. óbreytt, þá hafi ráðh. ekki vald til að neita að staðfesta samþykkt, þó í henni séu t. d. fyrirmæli um að eitra fyrir fuglinn, en það teldi ég æskilegt að gera og vil því gjarna fá það ákvæði, sem í brtt. felst, inn í lögin.