05.03.1936
Neðri deild: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

18. mál, útsvör

Forseti (JörB):

Níunda málið á dagskránni í dag, frv. til l. um breyt. á l. nr. 46 15. júní 1926, um útsvör, var á dagskrá tekið vegna þess, að í málaskrá hafði ritazt, að málinu hefði verið vísað til sjútvn. á 6. fundi d., og höfðu komið fram tilmæli um það, að kostur gæfist að leiðrétta þetta og vísa málinu til allshn., þar sem því ber að vera. Nú hefir hinsvegar komið upp við athugun gerðabókar, að málinu var aldrei vísað til sjútvn., heldur til allshn., og er því þar með fallin burt ástæðan til þess, að málið var á dagskrá tekið, og verður það því nú tekið af dagskrá og bíður væntanlega þar til nál. kemur frá allshn.