25.03.1936
Neðri deild: 33. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

18. mál, útsvör

Bjarni Ásgeirsson:

Ég á eina brtt. við frv., sem ég tók aftur við 2. umr., og liggur hún nú fyrir til atkvgr. Það hefir komið fram brtt. við hana frá hv. 2. þm. N.-M., og verð ég fyrir mitt leyti að leggjast á móti þeirri brtt. Hann talaði um, að ákvæðið, sem um getur í minni brtt., gæti náð út fyrir sumarbústaðina. En mér virðist, að ef hans brtt. er samþ., þá sé hægt að fara í kringum ákvæðið með því að leigja þessa sumarbústaði á veturna á einhvern hátt og segja, að það séu ekki sumarbústaðir. heldur venjulegir bústaðir, og nær ákvæðið þá ekki til þeirra. — Ég verð því að halda fast við það, að mín brtt. verði samþ., en brtt. hv. 2. þm. N.-M. verði felld.