08.04.1936
Efri deild: 47. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

18. mál, útsvör

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Frá hv. þm. Dal. hefir komið brtt. Hún er þannig löguð, að um allmikla gerbreytingu er þar að ræða frá reglum þeim, sem farið hefir verið eftir undanfarið. Allshn. hefir ekki getað athugað þessa brtt., þar sem hún er komin fram hér á fundinum. Mér sýnist brtt. þessi íhugunarverð, með því líka að nokkuð er síðan þessi sami hv. þm. hróflaði við hinu sama atriði hér í d. Tel ég því rétt að óska eftir því við hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá, svo að n. gefist tækifæri til að athuga till., áður en til atkvgr. kemur um málið.