15.04.1936
Efri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

18. mál, útsvör

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get ekki mælt með því, að þessi brtt. verði samþ. Get ég að ýmsu leyti tekið undir það, sem hv. 1. þm. Skagf. sagði. Auk þess skal ég geta þess, að ég geri ráð fyrir, að leitað verði til mþn. þeirrar, er skipuð var til að athuga um tekjustofna sveitar- og bæjarfélaga, og henni verði falið að athuga þessi lög. Mun ég fara fram á það við þá menn, er ég skipaði í þessa n. fyrir þetta, þing að þeir haldi áfram starfi sínu í n., og tel ég því hæfilegra, að slík brtt. sem þessi verði látin bíða.