15.04.1936
Efri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í B-deild Alþingistíðinda. (757)

18. mál, útsvör

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Eg get ekki gefið fullákveðið svar við fyrirspurn hv. þm. um frv. til l. um heimilisfang. Eins og ég hefi lýst yfir í sambandi við annað mál, þá tel ég ýms tormerki á, að það verði gert nú á þessu þingi. Ég geri ráð fyrir, að samhliða því sem útsvarsl. verða athuguð, verði þetta einnig tekið til athugunar. En hvort það ráð verður tekið, að heimilisfang verði definerað í sambandi við útsvarslöggjöfina eða sett verði sérstök ákvæði um heimilisfang, um það skal ég ekkert fullyrða, en að sjálfsögðu verður málið í heild tekið til athugunar.