27.02.1936
Efri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (826)

33. mál, kennsla í vélfræði

Guðrún Lárusdóttir:

Það var aðeins fyrirspurn til hv. n., hvort hún hefði nokkuð leitað álits Jessens, skólastjóra vélstjóraskólans, um þetta frv. Ég tel rétt, að það væri gert, að ekki væri gengið framhjá þeim manni, sem forstöðu veitir þeim skóla, er frv. snertir svo mjög, og manni, sem alkunnugt er, að stendur mjög vel í stöðu sinni.