27.02.1936
Efri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

33. mál, kennsla í vélfræði

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Út af fyrirspurn hv. þm. vil ég taka það fram, að n. hefir að vísu ekki kallað skólastjóra vélstjóraskólans á sinn fund, en hitt er n. kunnugt, að hann hefir fylgzt með þessu frv. og undirbúningi þess, því n. hefir látið senda honum frv., og sá maður í n., sem er sérfræðingur í þessum efnum, hefir oftar en einu sinni farið á fund skólastjórann til þess að ræða við hann um frv., en mér er ekki kunnugt um, hvort þá kann að hafa greint á um einstök atriði þess, því það skal játað, að n. hefir ekki kallað hann á sinn fund.