11.03.1936
Efri deild: 21. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

33. mál, kennsla í vélfræði

*Frsm (Sigurjón Á. Ólafsson):

Sjútvn. hefir leyft sér að bera fram vatill. á þskj. 118, og er þar gert ráð fyrir því, að sett sé í frv. ákvæði um það, að ríkissjóður greiði eftir samningi við Fiskifélag Íslands kostnaðinn við námskeiðin, þó ekki yfir 4000 kr. árlega. En samkv. frv. á fiskifélagið að annast vélfræðikennsluna á mótorum í fyrsta lagi fyrir alla vélfræði upp í 130 hestöfl á þeim stöðum úti um land, sem nauðsyn ber til, og hið meira mótorapróf, sem aðeins er haldið í Rvík, og á þar að kenna að fara með mótora, sem eru frá 150–400 hestöfl. Af þessu leiðir kostnað fyrir fiskifélagið, og því ekki nema eðlilegt, að það fái að einhverju leyti greiddan kostnaðinn, og það hefir verið talið rétt, að það komi inn í frv. Ég skal geta þess, að við nm. höfum rætt um þetta við hæstv. fjmrh., og hann er þessu samþykkur og álítur þetta heppilegri leið heldur en að það væri áætlaður árlega styrkur til fiskifélagsins.

Að öðru leyti tel ég ekki þörf á að fara fleiri orðum um þetta. Ég vænti því, að hv. d. geti fallizt á þetta, þar sem hér er um að ræða kennslu, sem hefir verið greitt fyrir áður, en það er talið heppilegt, eins og nú standa sakir, að fiskifélagið annist hana.