24.04.1936
Neðri deild: 55. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

88. mál, vegalög

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Samgmn. hefir athugað þetta frv. og orðið sammála um þá afgreiðslu að mæla með því, en þó hafa einstakir nm. áskilið sér rétt til þess að koma fram með brtt. Að vísu er mér ekki kunnugt um nema einn nm., hv. þm. V.-Sk., sem flytur slíkar brtt., og fyrir mitt leyti get ég sagt, að ég hefi ekki hugsað mér að gera það.

Í frv. eru teknir upp vegakaflar í flestum eða öllum héruðum landsins. Tel ég ekki ástæðu til þess að fara að rekja þær breyt. hverja fyrir sig, enda hefir það þegar verið gert allýtarlega í Ed. Stærsta breyt. er um Suðurlandsbraut, þar sem gert er ráð fyrir, að auk þess, sem hún liggur austur yfir fjall, verði veitt heimild til þess að leggja hana frá Hafnarfirði í Selvog. Það er skoðun margra, að þessi braut komi helzt til greina sem framtíðarvegur.

Ég skal ekki að sinni fara fleiri orðum um þetta frv.