20.04.1936
Efri deild: 52. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

85. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

Bernharð Stefánsson:

Ég vil aðeins getu þess f. h. meiri hl. fjhn., að fari svo, að frv. verði samþ. hér í hv. d. og hún sýni þar með, að hún er því meðmælt, þá lítur meiri hl. n. að sjálfsögðu svo á að frv. til l. um breyt. á l. um varnir gegn berklaveiki, sem til hennar var vísað, sé þar með úr sögunni í þessari d. Ég tek þetta fram sökum þess, að fyrir nokkrum dögum fékk n. ákúrur fyrir að hafa ekki skilað áliti um þetta mál, og ég vil gjarnan skjóta því til hv. flm., hvort þetta sé ekki rétt skilið hjá mér.