20.04.1936
Efri deild: 52. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (942)

85. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég er á sömu skoðun og hv. 1. þm. Eyf. um þetta efni. Ég tel, að ef þetta frv. verður að lögum, þá sé þar með sú skipun á gerð, að sá hluti af berklavarnagjaldinu, sem ekki hvílir á ríkissjóði og færður er yfir á einstaklinga, sé þar með fallinn niður.