22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (952)

85. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

Magnús Guðmundsson:

Út af orðum hv. þm. S.-Þ., sem féllu í svipaða átt og þau orð, sem ég hafði um þetta mál við 2. umr., vil ég benda á það, að vegna bráðabirgðaákvæðanna í þessu frv. efast ég um, að þessi reynsla komi fram. fyrr en þau eru afnumin, því að þau ganga út á það, að ekki verði meira úthlutað heldur en veitt er í hvert sinn í fjárl. Ég er hv. þm. sammála um það að þetta frv. mun hafa í för með sér geysimikinn kostnað, ef það á að framkvæmast án bráðabirgðaákvæðanna.