17.04.1937
Efri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í B-deild Alþingistíðinda. (1018)

122. mál, veitingasala, gistihúshald o. fl.

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Á nál. á þskj. 329 er það sjáanlegt, að allshn. er því meðmælt, að þetta frv. verði samþ. í þessari hv. d. En í stuttu máli er frv. um það, að það þurfi sérstakt leyfi til að mega selja fæði um borð í farþegaskipum, þar sem þau liggja á endahöfn. En á því hefir borið, að ýms útlend skipafélög hafa haft skipin í höfn sem nokkurskonar gistihús, jafnvel á þeim tímum, er nægilegt rúm hefir verið fyrir farþega í landi. Það er yfirleitt samkomulag um það milli allra manna, sem hlut eiga að máli, að þessi ákvæði nái einnig til skipa eins og gistihúsa í landi.

Að svo mæltu hefi ég ekki fleira að segja af n. hálfu og legg til, að frv. verði samþ.