09.04.1937
Efri deild: 35. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í B-deild Alþingistíðinda. (1031)

58. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Magnús Jónsson:

Ég er ekki svo mikill fagmaður í þessu, að ég geti sagt um það, en mér finnst rétt, að hvar sem klakstöðin verður reist, gæti hugsazt, að seiðum yrði sleppt fyrir ofan fossana. Hér í Elliðaánum var sett þéttriðað net til að varna því, að seiðin færu upp í virkjunina, en þrátt fyrir það er mér sagt, að oft væri eins og grautur í túrbínunni af sundursöxuðum seiðum. En ég vildi aðeins benda á þetta áður en frv. gengi í gegn, svo að menn hefðu það í huga, ef nokkuð verður af virkjun Laxár.