17.04.1937
Neðri deild: 42. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (1044)

58. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Bjarni Ásgeirsson:

Þetta frv. er komið frá hv. Ed., og var fullt samkomulag um það af öllum flokkum. Landbn. hefir tvisvar eða þrisvar haft málið til meðferðar, þó að hún hafi ekki skilað áliti. Það var samkomulag um það í n., að hv. þm. Borgf. leitaðist fyrir um það meðal sinna kjósenda, hvernig hugur þeirra stæði til þessa máls, og samkv. símskeyti, sem hann gerði hér grein fyrir, er það svo, að töluverð óánægja er á meðal þeirra um ákvæðin viðvíkjandi Grímsá, og hafa mér borizt samskonar tíðindi úr öðrum áttum um nokkra óánægju þarna út af þessu, og ég held, að ég tali fyrir munn allra landbnm., þegar ég segi, að ég leggi til, að þessi brtt. hv. þm. Borgf. verði samþ. og frv. þannig breytt látið ganga áfram.