08.04.1937
Neðri deild: 33. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

130. mál, friðun hreindýra

*Hannes Jónsson:

Ég hefi borið fram frv. svipað að efni og það, sem hér er á ferðinni, og hefði því vænzt þess, að hæstv. forseti hefði látið þau fylgjast að, en af einhverjum ástæðum hefir það ekki orðið. Ég vil því vænta þess, að frv. mitt komi ekki á dagskrá síðar en á morgun, svo það geti orðið samferða þessu frv. til n.

Ég get tekið undir það, sem hæstv. fjmrh. sagði, að æskilegt væri, að hv. þd. vildi veita máli þessu, í öðruhvoru formi eða sameinuðu formi, öll þau afbrigði, sem nauðsynleg eru til þess að lög geti orðið afgr. frá þinginu um friðun hreindýra. En ég ætla ekki frekar að ræða þetta mál fyrr en frv. mitt verður tekið á dagskrá.