19.04.1937
Neðri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

118. mál, virkjun Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

*Guðbrandur Ísberg:

Ég vil taka það fram, að ég hefi ekkert að athuga við brtt. þeirra hv. 1. landsk. og þm. V.-Ísf., en ég gat um það áðan, að hin till. gengur lengra og að ég í sjálfu sér væri þeirri brtt. mótfallinn og óskaði helzt að fá frv. í gegn óbreytt, en af því að ég hefi fulla vissu fyrir því, að það kemst ekki í gegnum þingið óbreytt, og af öðrum ástæðum, sem ég taldi, tel ég rétt að ganga inn á að samþ. þá till., sem lengra gengur og tryggir frv. betur greiðan gang gegnum þingið.

Jafnframt vil ég benda á, að ég hefi borið fram till. í Sþ., sem rædd hefir verið einu sinni og er nú í fjvn. Gefst hv. 1. landsk. og öðrum flokksmönnum hans tækifæri til að sýna hug sinn til ábyrgðarheimildarinnar, ef sú till. fæst aftur inn á þingið.