30.03.1937
Neðri deild: 27. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (119)

16. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Ólafur Thors:

Ég skal gæta þess vandlega að koma ekki nálægt sjálfu málinu, en ég stend upp til að segja, að það vekur hlátur í hugum flestra manna, þegar hv. þm. Ísaf. fer að ráðast á mig fyrir brot á drengskaparreglum, fyrir að ráðast á hæstv. atvmrh. Ég veit, að í orðum mínum lágu engin meiðandi ummæli í garð hæstv. ráðh., en jafnvel þó að svo hefði verið, þá held ég, að einhverjir aðrir en garmurinn hann Ketill ættu að vera að finna að því.