20.04.1937
Efri deild: 50. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

159. mál, borgfirzka sauðfjárveikin

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það eru aðeins örfá orð í sambandi við það, sem hv. 2. þm. Rang. drap á, að ástæða geti verið til að setja ákvæði í frv., sem hér liggur fyrir, um bann gegn útflutningi á kjöti af sýktu fé. Í l. frá 1933 hefir komið fram, að er heimild til að banna útflutning á kjöti til Noregs og Englands. Að vísu nær heimildin ekki nema til þessara tveggja landa, en lítið af kjöti er selt til annara landa. Hvort ástæða er talin til að setja slíka reglugerð nú þegar, get ég ekki upplýst, því samkv. l. frá 1933 er það landbúnaðarráðh., sem hefir heimild til að setja slíka reglug. Hinsvegar gæti ég vel sætt mig við það, að slík reglugerð yrði sett, en þó virðist mér athugandi, hvort ekki er varhugavert að vekja athygli viðskiptalandanna á því með setningu hennar, að þarna sé einhver hætta á ferðum.