19.04.1937
Efri deild: 45. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

163. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. er borið fram samkv. ósk hæstv. dómsmálaráðh. og er um það, að heimilt sé að kjósa til Alþingis á komanda sumri eftir kjörskrám þeim, sem samdar voru í febrúar s. l., þótt þær kosningar fari fram áður en kjörskrárnar eru komnar í gildi samkv. kosningalögum. — Annars er frv. þetta svo stutt og ljóst, að það þarf engra sérstakra skýringa, enda hygg ég, að frv. sé flutt með samkomulagi við alla flokka þingsins.